Undirmönnun farin að taka sinn toll

Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala hefur áhyggjur af viðvarandi undirmönnun …
Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala hefur áhyggjur af viðvarandi undirmönnun á fæðingardeild Landspítala og bakslaginu sem kom í kjarabaráttu ljósmæðra í gær þegar upp úr slitnaði á samningafundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins. Ljósmynd/Pexels

Mjög erfið staða blas­ir við á fæðing­ar­deild Land­spít­ala. Linda Krist­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs spít­al­ans, seg­ir í sam­tali við mbl.is að erfiðlega gangi að manna vakt­ir um helg­ina, og það þrátt fyr­ir að yf­ir­vinnu­bann ljós­mæðra sé ekki enn skollið á. Und­ir­mönn­un­in er far­in að taka sinn toll.

„Staðan er búin að vera erfið hjá okk­ur. Síðasta vika var erfið og helg­in verður erfið,“ seg­ir Linda sem seg­ir það hafa verið mik­il von­brigði að samn­ing­ar hafi ekki náðst í kjara­deilu ljós­mæðra og rík­is­ins þegar fundað var í deil­unni í gær.

„Við vit­um hrein­lega ekki hvernig við eig­um að tak­ast á við þetta. Við höld­um áfram að vinna eft­ir neyðaráætl­un­inni sem hef­ur hjálpað okk­ur í þess­um erfiðu aðstæðum,“ seg­ir hún.

Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala.
Linda Krist­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs Land­spít­ala. Ljós­mynd/​Land­spít­ali

Spurð út í yf­ir­vinnu­bannið seg­ir Linda að ákveðnir verk­ferl­ar fari í gang á spít­al­an­um þegar slík verk­föll verða. „Þá taka við ákveðnar leik­regl­ur þar sem hægt er að sækja um und­anþágur og staðan er öðru vísi en með upp­sagn­irn­ar,“ seg­ir Linda.

Fæðing­ar­deild­in hef­ur verið und­ir­mönnuð frá mánaðamót­um þegar tólf upp­sagn­ir ljós­mæðra tóku gildi en fleiri upp­sagn­ir munu taka gildi um næstu mánaðamót ná­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir þann tíma. „Við erum langt und­ir grunn­mönn­un um helg­ina,“ seg­ir Linda um stöðuna framund­an.

Seg­ir hún að erfiðlega gangi að fá ljós­mæður til starfa og seg­ir hún að nei­kvæð niðurstaða samn­inga­fund­ar­ins í gær hafi ekki hjálpað til við mönn­un vakta. „Þetta starfs­fólk okk­ar hef­ur staðið sig frá­bær­lega við erfiðar aðstæður, en eðli­lega þreyt­ast all­ir í svona bar­áttu,“ seg­ir Linda.

Hún seg­ir að megn­inu til sömu ein­stak­ling­ana vera að vinna dag eft­ir dag á spít­al­an­um. „Það seg­ir sig sjálft að á deild sem er mönnuð langt und­ir grunn­mönn­un þreyt­ist starfs­menn. Og þegar starfs­menn þreyt­ast get­ur ör­yggi verið ógnað,“ seg­ir Linda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert