Lögregla kölluð til vegna utanvegaaksturs

Annar bílanna fastur í aurbleytu utan vegar í grennd við …
Annar bílanna fastur í aurbleytu utan vegar í grennd við fjallið Loðmund í dag. Ljósmynd/Páll Gíslason

Er­lend­ir ferðamenn óskuðu í dag eft­ir aðstoð rekstr­araðila í Kerl­ing­ar­fjöll­um, eft­ir að hafa fest tvær bif­reiðar sín­ar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerl­ing­ar­fjalla og Set­urs­ins, há­lend­is­skála ferðaklúbbs­ins 4x4.

Akst­ur er bannaður á svæðinu, sök­um þess hve blautt er enn á þess­um slóðum.

„Þetta svæði er lokað,“ seg­ir Páll Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Fann­borg­ar ehf. sem rek­ur ferðaþjón­ust­una í Kerl­ing­ar­fjöll­um, í sam­tali við mbl.is. Hann tók meðfylgj­andi mynd­ir.

Hann seg­ir að það hafi þó verið þrýst­ing­ur frá ís­lensk­um bíl­stjór­um að fara þessa leið upp á síðkastið, en eins og sjá­ist á óför­um og nátt­úru­spjöll­um er­lendu ferðamann­anna sé hún ekki til­bú­in, vegna snjóa og aur­bleytu.

Páll seg­ir að hann hafi neitað ferðamönn­un­um um hjálp úr ógöng­um sín­um en þess í stað hringt rak­leiðis í lög­regl­una á Suður­landi, sem kom á svæðið og fer nú með málið.

Akstur er bannaður á svæðinu, en ekki allir virða það.
Akst­ur er bannaður á svæðinu, en ekki all­ir virða það. Ljós­mynd/​Páll Gísla­son

Gott sam­starf við 4x4

„Við erum stöðugt að fá sím­töl frá ís­lensk­um bíl­stjór­um sem vilja fara þetta, en við höf­um átt mjög gott sam­starf við ferðaklúbb­inn 4x4 um að halda þessu lokuðu og að menn séu sam­mála um að vera ekki fara þetta fyrr en veg­ur­inn er orðinn þurr,“ seg­ir Páll, en leiðin sem um ræðir er sú þægi­leg­asta á milli Kerl­ing­ar­fjalla og Set­urs­ins.

Hann seg­ir þannig að Íslend­ing­ar sýni því flest­ir skiln­ing er þeim er synjað um að aka á þessu svæði, en er­lend­ir ferðamenn velti því hins veg­ar minna fyr­ir sér hvort veg­irn­ir séu hæf­ir til akst­urs eða ekki.

„Ef menn ætla að verja nátt­úru þessa lands þá geng­ur það meðal ann­ars út á það að berj­ast gegn þess­um ut­an­vega­akstri. Sum hjól­för hverfa ekki,“ seg­ir Páll að lok­um.

Ekki hef­ur náðst í lög­regl­una á Suður­landi vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert