Níu og hálft tonn af rusli

Í Bolungarvík á Hornströndum safnast reki og rusl.
Í Bolungarvík á Hornströndum safnast reki og rusl. Ljósmynd/Hreinni Hornstrandir

Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð.

Vaxandi áhugi er á að taka þátt í að hreinsa fjörur og tína rusl, en sjálfboðaliðar, sem nú hafa stofnað félagsskapinn Hreinni Hornstrandir, tíndu rusl fimmta sumarið í röð í Bolungarvík á Hornströndum. Framtakið er styrkt af Landhelgisgæslu Íslands, Ísafjarðarbæ, Gámaþjónustu Vestfjarða o.fl.

Sjálfboðaliðarnir hreinsa jafnan eina vík eða fjörð í einu þar sem helst er að finna reka, því þar safnast mest af ruslinu sem berst að landi með hafstraumum. Á næsta ári verði líklega farið aftur í þær rekavíkur sem áður hafa verið hreinsaðar, því hafið ber stöðugt meira rusl að landi.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir að mikið af ruslinu virðist eiga uppruna sinn erlendis og frá útgerðarfyrirtækjum, en oft finnast einnig spennandi og undarlegir hlutir sem gæti hafa rekið yfir Atlantshafið eða fokið af landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert