Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi.

Þingmenn og aðrir gestir voru í rútunum en allir þingflokkar, nema Píratar, voru viðstaddir hátíðarfundinn.

Píratar ákváðu að sniðganga fundinn vegna þess að forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard, var boðið að flytja ávarp þar. Kjærsgaard er þekkt fyrir harða stefnu í málefnum innflytjenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert