Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega.
„Dónaskapur og sýndarmennska við fulltrúa dönsku þjóðarinnar. Hvað sem segja má um skoðanir Piu Kjærsgaard þá er hún fulltrúi dönsku þjóðarinnar,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook en fjöldi fólks hefur gagnrýnt það að Kjærsgaard var boðið að halda ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag.
„Hvernig væri að Samfylkingin beindi poppulisma sínum að systurflokki sínum í Danmörku þegar kemur að innflytjendum o.fl.,“ bætir Gunnar Bragi við.