Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

Helga Vala sést hér ganga burt.
Helga Vala sést hér ganga burt. mbl.is/Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag.

Koma Kjærs­ga­ard til Íslands í boði Alþing­is í tengsl­um við ald­araf­mæli full­veld­is­ins, hef­ur vakið ýmis viðbrögð.

Pia Kjærsgaard sagði að Dönum þættu þeir ekki vera útlendingar …
Pia Kjærsgaard sagði að Dönum þættu þeir ekki vera útlendingar þegar þeir kæmu til Íslands. mbl.is/Hari

Hörð stefna henn­ar og flokks­ins í inn­flytj­enda­mál­um hefur farið öf­ugt ofan í marga Dani en sýn henn­ar á mála­flokk­inn var fagnað af þeim sem voru í for­ystu sam­bæri­legra afla í Evr­ópu.

Kjærsgaard sagði meðal annars í ræðu sinni að Danir og Íslendingar tilheyrðu sömu norrænu fjölskyldunni og að tengsl þjóðanna hefðu verið á jafningagrundvelli síðan Ísland fékk fullveldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert