Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu

Mikið verður um dýrðir á Þingvöllum í dag.
Mikið verður um dýrðir á Þingvöllum í dag. mbl.is/Hari

Í dag klukkan 14 hefst hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 12.45, einnig er hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis.

Á dagskrá þingfundarsins er eitt mál, tillaga formanna stjórnmálaflokkana um verkefni í þágu barna og ungmenna, og rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan verður afgreidd með umræðu og atkvæðagreiðslu

Dagskrá þingfundarins má nálgast hér og hér getur þú lesið um tilefni dagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert