„Umferð um Þingvallaveg reyndist rétt yfir meðaltali, á hátíðarfundi Alþingis. Um 273 bílum meira fór um heiðina.“ Þetta kemur fram á Twitter-síðu Vegagerðarinnar en umferð um Mosfellsheiði í gær var minni en meðalumferð um helgar í júní og júlí.
Mæting almennings á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í gær var dræmari en búist hafði verið við, en lögregla og Vegagerðin höfðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að stýra umferð inn í þjóðgarðinn.
Jafnvel var búist við nokkrum þúsundum gesta en talið er að þeir hafi ekki verið nema um 350.
Umferð um Þingvallaveg reyndist rétt yfir meðaltali, á hátíðarfundi Alþingis. Um 273 bílum meira fór um heiðina. Þessi aukning gæti gróft séð svarað til þess fjölda gesta sem sóttu fundinn ásamt alþingismönnum og starfsfólki. Umferðin er þó talsvert undir meðalumferð um helgar. pic.twitter.com/FN769clsMY
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 19, 2018