Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir erlenda boðsgesti

Forseti Alþingis ávarpar gesti fundarins.
Forseti Alþingis ávarpar gesti fundarins. mbl.is/​Hari

Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað uppihald boðsgesta og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. 

Upplýsingar um heildarkostnað vegna boðsgestanna liggja ekki fyrir á þessari stundu.

Forseti Alþingis sendi boðsbréf til forseta þjóðþinga vegna hátíðarfundarins á Þingvöllum 14. febrúar á þessu ári. Bréf voru send til forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þá var forsetum Álandseyjaþings, Lögþings Færeyja og grænlenska þingsins boðið ásamt forseta þingsins á eyjunni Mön.

Til viðbótar voru forsetum tveggja norrænna þingmannasamtaka boðið. Sérstakur boðsgestur var Davíð Gíslason sem fulltrúa Vestur-Íslendinga.

Boðsgestum var í sjálfvald sett að velja sér fylgdarlið fyrir hátíðarfundinn. Sumir boðsgestanna tóku með sér aðra embættismenn eða ráðgjafa en aðrir komu til Íslands í fylgd maka. Nokkrir boðsgestir tóku með sér fleiri en einn aðila.

Listinn í heild sinni:

Danmörk

Fr. Pia Kjærsgaard, þingforseti

Hr. Carsten U. Larsen, skrifstofustjóri

Hr. Torben Peter Mikkelsen, prótokollstjóri

Eistland

Hr. Eiki Nestor, þingforseti 

Hr. Peep Jahilo, skrifstofustjóri

Fr. Gea Rennel, yfirmaður alþjóðaskrifstofu

Hr. Mihkel Liivo, ráðgjafi þingforseta

Finnland

Fr. Paula Risikko, þingforseti

Fr. Maija-Leena Paavola, skrifstofustjóri

Fr. Katriina Kuusinen, yfirmaður alþjóðaskrifstofu

Fr. Laura Kamras, ráðgjafi í alþjóðamálum

Lettland

Fr. Ināra Mūrniece, þingforseti

Fr. Lelde Rāfelde, skrifstofustjóri

Fr. Guntra Rinke, yfirmaður skrifstofu þingforseta

Fr. Gunta Pastore, ráðgjafi forseta í alþjóðamálum

Hr. Edmunds Vītoliņš, öryggisvörður

Litháen

Hr. Viktoras Pranckietis, þingforseti

Hr. Kęstutis Kudzmanas, ráðgjafi forseta í alþjóðamálum

Hr. Miroslavas Mečkovskis , öryggisvörður

Noregur

Fr. Tone Wilhelmsen Trøen , þingforseti

Fr. Marianne Andreassen, skrifstofustjóri

Fr. Silja Arnekleiv, ráðgjafi á alþjóðaskrifstofu

Svíþjóð

Hr. Urban Ahlin, þingforseti

Fr. Katrin Flossing, skrifstofustjóri

Fr. Maria Elgstrand, ráðgjafi á alþjóðaskrifstofu

Hr. Anders Frid, öryggisvörður

Álandseyjar

Fr. Gun-Mari Lindholm , þingforseti

Hr. Göran Lindholm, maki

Færeyjar

Hr. Páll á Reynatúgvu, þingforseti

Fr. Kristina J. á Reynatúgvu, maki

Grænland

Hr. Hans Enoksen, þingforseti

Fr. Ellen Colby, skrifstofustjóri

Fr. Nuka Møller, túlkur

Mön

Hr. Stephen Charles Rodan, forseti Manarþings

Fr. Ana Rodan, maki

Þingmannasamtök:

Norðurlandaráð

Hr. Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs

Fr. Britt Bohlin, skrifstofustjóri Norðurlandaráðs

Vestnorræna ráðið

Hr. Kári P. Højgaard, forseti Vestnorræna ráðsins

Sérstakur boðsgestur:

Hr. Davíð Gíslason,

sérstakur fulltrúi Vestur-Íslendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert