Jafnan veitt án nærveru forseta

Pia Kjærsgaard flutti ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á …
Pia Kjærsgaard flutti ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á miðvikudag. mbl.is/Hari

For­seti Íslands veit­ir hina ís­lensku fálka­orðu en við op­in­ber­ar heim­sókn­ir ytra er hún að jafnaði af­hent orðuhafa án þess að for­seti sé nærri. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá embætti for­seta Íslands.

Íslensk­ir fjöl­miðlar hafa rifjað það upp síðustu daga að Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, hafi hlotið stór­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu þann 24. janú­ar í fyrra í til­efni af op­in­berri heim­sókn Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, til Dan­merk­ur. Ekki kem­ur fram í til­kynn­ingu embætt­is­ins nú hvort að Guðni var viðstadd­ur er Kjærs­ga­ard hlaut orðuna.

Í gær greindi Kvik­mynda­gerðar­kon­an Elísa­bet Ronalds­dótt­ir greindi frá því á Face­book í gær hún ætli að skila fálka­orðu sem hún var sæmd 1. janú­ar árið 2016. Seg­ist hún ekki geta verið í ridd­ara­klúbbi með kynþátta­hat­ara.

Í morg­un sendi svo skrif­stofa for­seta Íslands frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem farið er yfir ferli veit­ing­ar hinn­ar ís­lensku fálka­orðu.

Hér fer til­kynn­ing­in í heild:

„Vegna umræðu um veit­ingu hinn­ar ís­lensku fálka­orðu til er­lendra rík­is­borg­ara er embætti for­seta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýms­ar regl­ur, samn­ing­ar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evr­ópu sér­stak­ar regl­ur um gagn­kvæm­ar orðuveit­ing­ar í tengsl­um við op­in­ber­ar heim­sókn­ir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þess­ar regl­ur einkum við um op­in­ber­ar heim­sókn­ir for­seta Íslands til hinna nor­rænu ríkja og op­in­ber­ar heim­sókn­ir þjóðhöfðingja þeirra til okk­ar.

Við þau til­efni leggja emb­ætt­is­menn í ríki gest­gjaf­ans fram til­lögu fyr­ir hönd stjórn­valda þar um ein­stak­linga sem veita megi orðu gesta­rík­is­ins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu sam­skipta ríkj­anna, hlut­deild­ar í dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar eða op­in­berra starfa í heima­land­inu. Jafn­framt er lögð fram til­laga af hálfu gesta­rík­is um ein­stak­linga sem veita megi orðu gest­gjaf­a­rík­is­ins.

Rétt er að taka sér­stak­lega fram að á Íslandi kem­ur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. For­seti Íslands veit­ir hina ís­lensku fálka­orðu en við op­in­ber­ar heim­sókn­ir ytra er hún að jafnaði af­hent orðuhafa án þess að for­seti sé nærri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert