Hildur hætt í VG

Hildur Knútsdóttir.
Hildur Knútsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“

Þetta skrifar Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sína. Hildur var varaþingmaður VG á síðasta kjörtímabili. Hún segist hafa tilkynnt úrsögn sína úr flokknum formlega með tölvupósti í gær. 

Skjáskot/Facebook

Í ljósi þess að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í gær spurði mbl.is Hildi hvort hún myndi endurskoða þá ákvörðun sína að segja skilið við flokkinn. „Mér er stórlétt að það sé að þokast í samningsátt hjá ljósmæðrum, en ætla ekki að íhuga ákvörðunina,“ svaraði hún. „Ég er búin að vera að bræða þetta með mér síðan Sigríður Andersen var varin vantrausti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert