Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Ljósmæður sitja nú á fundi á Landspítala, þar sem efni …
Ljósmæður sitja nú á fundi á Landspítala, þar sem efni miðlunartillögu er kynnt. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim innihald miðlunartillögunnar sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Sambærilegur fundur var haldinn með ljósmæðrum á Akureyri í morgun.

Ljósmæður munu greiða atkvæði um tillöguna og þurfa úrslit úr þeirri atkvæðagreiðslu að liggja fyrir á miðvikudag. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er fundurinn á Landspítala vel sóttur.

Miðlunartil­lag­an fel­ur í sér að sér­stök­um gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort launa­setn­ing stétt­ar­inn­ar sé í sam­ræmi við álag, mennt­un og inn­tak starfs ljós­mæðra og að hvaða leyti þess­ir þætt­ir eigi að hafa áhrif á laun­in. Þá fel­ur hún í sér í grund­vall­ar­atriðum sam­bæri­leg­ar hækk­an­ir og samn­ing­ur aðila frá 29. maí, sem ljós­mæður felldu í júní, kvað á um.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði við mbl.is í morgun að hún ætti von á því að ljósmæður samþykktu miðlunartillöguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert