Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður.
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi.

Tilefnið eru hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, sem hann viðrar í Morgunblaðinu í dag um að endurvekja ætti forkaupsrétt sveitarfélaga að jörðum sem lagður var niður árið 2004. Frosti gefur lítið fyrir slíkar hugmyndir og spyr hvort sveitarfélögin eigi að fara að skuldsetja sig til þess að beita forkaupsrétti í samkeppni við erlenda auðmenn.

„Þvílík della. Við ættum frekar að setja hér lög um að aðeins einstaklingar megi eiga hér jarðir, en ekki félög. Einstaklingar búsettir erlendis, greiði 2% eignaskatt af jarðnæði sem þeir eiga hér (óháð þjóðerni). Það ætti að draga úr eftirspurn útlendinga. Einstaklingar sem búa utan EES megi ekki eiga hér eignir án sérstakrar heimildar frá ráðherra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert