Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður.
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ráðal­eysið virðist al­gert meðan landið er selt und­an þjóðinni,“ seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag vegna frétta af um­fangs­mikl­um kaup­um er­lendra auðmanna á jörðum hér á landi.

Til­efnið eru hug­mynd­ir Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, sem hann viðrar í Morg­un­blaðinu í dag um að end­ur­vekja ætti for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga að jörðum sem lagður var niður árið 2004. Frosti gef­ur lítið fyr­ir slík­ar hug­mynd­ir og spyr hvort sveit­ar­fé­lög­in eigi að fara að skuld­setja sig til þess að beita for­kaups­rétti í sam­keppni við er­lenda auðmenn.

„Því­lík della. Við ætt­um frek­ar að setja hér lög um að aðeins ein­stak­ling­ar megi eiga hér jarðir, en ekki fé­lög. Ein­stak­ling­ar bú­sett­ir er­lend­is, greiði 2% eigna­skatt af jarðnæði sem þeir eiga hér (óháð þjóðerni). Það ætti að draga úr eft­ir­spurn út­lend­inga. Ein­stak­ling­ar sem búa utan EES megi ekki eiga hér eign­ir án sér­stakr­ar heim­ild­ar frá ráðherra.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert