Lögreglan lokaði Hótel Adam í dag

Hótel Adam við Skólavörðustíg.
Hótel Adam við Skólavörðustíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starf­semi Hót­els Adam var stöðvuð af lög­regl­unni síðdeg­is í dag. Þetta staðfest­ir Sig­ur­björn Jóns­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Eig­andi hót­els­ins hafði ekki virt 48 klukku­stunda frest sem hon­um var gef­inn til þess að rýma hót­elið og voru enn gest­ir á svæðinu þegar lög­reglu bar að.

Gest­irn­ir fengu frest til klukk­an ell­efu í fyrra­málið til þess að koma sér út. Um­sókn hót­els­ins um rekstr­ar­leyfi hafði verið synjað, en að sögn Sig­ur­björns leiddi eitt af öðru. Inn­sigli lög­reglu á nokkr­um her­bergj­um hafði verið rofið og leik­ur grun­ur á að þau hafi verið notuð í leyf­is­leysi. Þá höfðu slökkvilið og heil­brigðis­eft­ir­lit gert at­huga­semd­ir við rekst­ur­inn.

Vís­ir greindi fyrst frá því að hót­el­inu hefði verið lokað, en sam­kvæmt heim­ild­um Vís­is rann rekstr­ar­leyfi Hót­els Adam út 11. nóv­em­ber í fyrra. Hót­elið komst fyrst í fjöl­miðla 2016 fyr­ir að selja krana­vatn í flösk­um. Á síðasta ári var R. Guðmunds­syni ehf., sem sér um rekst­ur hót­els­ins, gert að greiða fyrr­ver­andi starfs­manni 2,3 millj­ón­ir í van­gold­in laun. Þá fór Íslands­banki fram á að hús­næðið yrði sett á nauðung­ar­sölu í maí á þessu ári vegna skulda upp á 25 millj­ón­ir króna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka