Gott varp í Akurey, pysjudauði í Eyjum

Lundi.
Lundi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Varp lundans er betra í Akurey en á horfðist en horfur í Vestmannaeyjum eru ekki góðar. Í fyrra fundust um 4.800 pysjur í Vestmannaeyjabæ en nú virðist komið bakslag og pysjudauði mikill.

Fullorðnir lundar í kringum Vestmannaeyjar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyrir unga sína og koma heim með sílalirfur sem eru örfá grömm í stað síla sem vega 10 til 15 grömm. Við settum nú í sumar GPS-staðsetningartæki á 11 lundaforeldra í Eyjum og í Grímsey þar á undan. Með því að fljúga svona langt þá fækkar öflunarferðum og lundapysjurnar eru sjaldnar mataðar. Ferðirnar eru nú orðnar miklu færri en þarf til að ala upp pysju,“ segir Erpur Snær Hansen, starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands.

„Töluvert fór að drepast af pysju í Vestmannaeyjum í síðastliðinni viku. Góðu fréttirnar annars staðar frá eru að sandsílin virðast vera að ná sér á strik þar og sérstaklega í Faxaflóanum,“ segir Erpur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert