Í gæsluvarðhaldi til 2. ágúst

Gæsluvarðhaldsúrskurðinum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
Gæsluvarðhaldsúrskurðinum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem stakk annan mann á Akranesi aðfaranótt mánudags hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. ágúst. Féll úrskurðurinn í Héraðsdómi Vesturlands og hefur hann verið kærður til Landsréttar. Hjá lögreglunni á Vesturlandi fengust ekki aðrar upplýsingar um rannsókn málsins.

Í gærnótt barst lögreglunni á Akranesi tilkynning frá sjúkrahúsinu á Akranesi um að þar léti maður ófriðlega í mjög annarlegu ástandi. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist hann hafa stungið af og framið skemmdarverk á sjúkrahúsinu.

Síðar hafði maður samband við lögreglu og tilkynnti um að ráðist hefði verið á sig. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist maðurinn sem tilkynnti um árásina hafa stungið árásarmanninn, þann sem látið hafði ófriðlega á sjúkrahúsinu. Játaði maðurinn að hafa stungið árásarmann sinn, en hann særðist alvarlega og var fluttur á Landspítalann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert