Eldurinn breiddist hratt út

Ljósmynd Björgunarsveitin Ernir Bolungarvík

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í strandveiðibátnum Sólu GK-36 um átta sjómílur norður af Kögri á Vestfjörðum í gærmorgun.

Skipstjóri bátsins, Reynir Gunnarsson, var einn í bátnum á handfæraveiðum og hafði samband við Landhelgisgæsluna um klukkan 9.40 og tilkynnti að kviknað hefði í bátnum.

Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar, hjá svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæði 7, fór björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði að flakinu, en þá hafði Reynir náð að koma sér í gúmmíbjörgunarbát. Honum hafði verið bjargað þaðan um borð í strandveiðibátinn Smára ÍS-144 sem hafði verið á handfæraveiðum um eina sjómílu frá slysstaðnum, en nærstaddir bátar voru beðnir um að halda þegar á staðinn. Auk þess voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kölluð út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Reynir Gunnarsson.
Reynir Gunnarsson. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Að sögn Reynis var báturinn orðinn alelda áður en björgunarskipið kom og sökk þegar tilraun var gerð til að reyna að slökkva í flakinu. Hann kveðst telja, í samtali við Morgunblaðið, að eldurinn hafi kviknað í stýrishúsi bátsins, en lítill tími hafi gefist til að hugsa því eldurinn hafi breiðst hratt út. Ekki gafst tími til að klæða sig í flotgalla, en honum tókst að losa og komast í gúmmíbjörgunarbátinn þar sem hann náði að hringja úr farsíma sem hann hafði haft í brjóstvasanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert