Sæmi Rokk heitir hann

Sæmi Rokk.
Sæmi Rokk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Manna­nafna­nefnd veitti Sæ­mundi Páls­syni, fyrr­ver­andi lög­regluþjóni og best þekkt­um sem líf­verði Bobby Fischer, ný­lega heim­ild til þess að breyta nafni sínu í Sæmi Rokk, eins og hann hef­ur verið kallaður síðan á unglings­ár­um þegar hann vakti at­hygli sem rokk­dans­ari.

Nafnið Sæmi fékk samþykki nefnd­ar­inn­ar fyr­ir nokkr­um árum og nú í vet­ur, þegar Sæmi sótti um Rokk sem auka­nafn, þar sem það upp­fyllti öll skil­yrði og regl­ur varðandi mál­hefð og beyg­ing­ar­regl­ur ís­lenskr­ar tungu, varð nefnd­in við beiðni hans þar um.

Sæmi Rokk
Sæmi Rokk mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Manna­nafna­nefnd samþykkti um­sókn­ina og ég er al­sæll,“ seg­ir Sæmi Rokk. Hann hét lengst Sæmund­ur og er Páls­son en nú hef­ur breyt­ing orðið. Í kring­um átt­ræðisaf­mælið fyr­ir tveim­ur árum lét hann að áeggj­an góðra vina á reyna hvort breyta mætti nafni sínu. Fyr­ir lá úr­sk­urður manna­nafna­nefnd­ar frá 2014 sem heim­ilaði nafnið Sæmi. Þar með var málið hálfnað.

 Tvistaði til þess að gleyma

Við yf­ir­ferð nefnd­ar­inn­ar síðasta haust reynd­ist ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að heim­ila nafnið Rokk, enda félli það að ís­lenskri mál­hefð og beyg­ing­ar­regl­um sem er frumskil­yrði samþykkt­ar og skrán­ing­ar í manna­nafna­skrá. Niðurstaða: Sæmi Rokk Páls­son.

En fyrst ör­lítið um mann­inn. Fyr­ir sex­tíu árum eða svo, þegar rokk­tón­list­in fór að hljóma, sté Sæmi spor­in svo aðdáun vakti. Dan­sparið Sæmi rokk og Didda, Jón­ína Karls­dótt­ir, voru stjörn­ur síns tíma. Þá fór orð af því að þegar lög­regluþjónn­inn Sæmi mætti á vett­vang hefði lauflétt dans­sýn­ing með nokkr­um rokkskref­um stund­um gjör­breytt and­rúms­loft­inu og róað mann­skap­inn. Þá sést Sæma bregða fyr­ir í Stuðmanna­mynd­inni Með allt á hreinu hvar hann hét reynd­ar Óli­ver Tvist sem sagðist tvista til þess að gleyma.

 Breytt í Þjóðskrá

Þessu til viðbót­ar er Sæmi bygg­inga­meist­ari að hundruðum húsa á höfuðborg­ar­svæðinu en þó best þekkt­ur sem fylgd­armaður og líf­vörður skák­snill­ings­ins Bobby Fischer í heims­meist­ara­ein­víg­inu í skák árið 1972. Þá myndaðist með þeim vinátta sem lengi varði. Átti Sæmi mik­inn þátt í því að frelsa Fischer úr fang­elsi í Jap­an en for­senda þess var ís­lensk­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur.

„Já, fólk var alltaf að stinga að mér að ég ætti að láta breyta nafn­inu enda þekkja mig flest­ir sem Sæma Rokk,“ seg­ir hann. „Þegar til kom reynd­ist þetta ekki vera neitt mál og það var gam­an að fá já­kvætt bréf frá manna­nafna­nefnd. Nú fer þessi breyt­ing inn í Þjóðskrána og þá breyt­ist nafnið í öll­um form­leg­um papp­ír­um. Raun­ar hafa marg­ir í minni fjöl­skyldu látið breyta nafn­inu sínu, svo sem dæt­ur mín­ar tvær; Sig­ríður bætti við nafn­inu Arna, Hild­ur heit­ir nú Vera að milli­nafni og Júlía dótt­ir henn­ar setti til viðbót­ar inn nafnið Hera.“

 Dans­ar og fer í sund

Sæmi verður 82 ára eft­ir nokkra daga og er enn í fullu fjöri. Dans­ar, spil­ar bridds og golf og fer í sund. Á næst­unni eru þau Ásgerður Ásgeirs­dótt­ir kona hans svo á leiðinni til Alican­te á Spáni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert