Grunaður um að hafa stungið bróður sinn

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bróðir mannsins sem var stunginn á Akranesi fyrir viku síðan er grunaður um verknaðinn. Þetta staðfestir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi.

Sá grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags.

Að sögn Jóns Hauks hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum vegna þess að ekki er búið að taka skýrslur af lykilvitnum sem komu á staðinn skömmu eftir atburðinn.

Sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi og telur Jón Haukur að búið sé að útskrifa hann af Landspítalanum.

Lög­regl­unni á Akra­nesi barst til­kynn­ing frá sjúkra­hús­inu á Akra­nesi aðfaranótt 23. júlí um að þar léti maður ófriðlega í mjög ann­ar­legu ástandi. Þegar lög­regla kom á vett­vang reynd­ist hann hafa stungið af og framið skemmd­ar­verk á sjúkra­hús­inu.

Síðar hafði maður sam­band við lög­reglu og til­kynnti um að ráðist hefði verið á sig. Þegar lög­regla kom á vett­vang reynd­ist maður­inn sem til­kynnti um árás­ina hafa stungið árás­ar­mann­inn, þann sem látið hafði ófriðlega á sjúkra­hús­inu. Játaði maður­inn að hafa stungið árás­ar­mann sinn, en hann særðist al­var­lega og var flutt­ur á Land­spít­al­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka