Íslendingur týndur á Spáni

Jóhanns Gíslasonar hefur verið saknað í tæpar þrjár vikur.
Jóhanns Gíslasonar hefur verið saknað í tæpar þrjár vikur. Ljósmynd/Aðsend

Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar, Íslendings á Spáni, síðan 12. júlí. Jóhann er búsettur á Íslandi en flaug til Alicante 8. júlí síðastliðinn í frí en hann átti ekki bókað flug aftur til Íslands.

Í samtali við mbl.is segir Eyrún María Gísladóttir, bróðurdóttir Jóhanns, að hann sé í góðu sambandi við fjölskyldu sína og því ólíkt honum að láta ekki heyra frá sér. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu 16. júlí og hefur hún verið í sambandi við ræðismann Íslands á Spáni og utanríkisráðuneytið. Þá fór bróðir Jóhanns til Spánar að leita hans án árangurs.

Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Jóhanns, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert