Gjaldtaka endurmetin

Fjármálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun gjalda á bíla
Fjármálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun gjalda á bíla

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki markmið breyttra mælinga á mengun bifreiða að auka tekjur ríkissjóðs.

Bílgreinasambandið áætlar að breytingarnar muni að óbreyttu hækka verð nýrra bíla um 20-30% þegar þær taka gildi um áramót.

„Ég hef haft áhyggjur af þessu máli og er með það til greiningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeirri vinnu er ekki alveg lokið. En ég útiloka ekki að við bregðumst við vegna þessara ábendinga,“ segir Bjarni og boðar skattalækkanir. 

Gjaldið lækkað í áföngum

„Ég sé fyrir mér lækkanir á tryggingagjaldi í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Síðan stendur yfir vinna – við ræðum um það í stjórnarsáttmálanum – við að lækka neðra skattþrepið.“ 

Bjarni segir svigrúm til launahækkana orðið lítið sem ekkert.

„Það er auðvitað með ólíkindum að heyra verkalýðsleiðtoga að því er virðist tala gegn betri vitund um að það sé svigrúm á almenna markaðnum til tuga prósenta launahækkana – kannski 20-30% launahækkana – og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert