Gjaldtaka endurmetin

Fjármálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun gjalda á bíla
Fjármálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun gjalda á bíla

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir það ekki mark­mið breyttra mæl­inga á meng­un bif­reiða að auka tekj­ur rík­is­sjóðs.

Bíl­greina­sam­bandið áætl­ar að breyt­ing­arn­ar muni að óbreyttu hækka verð nýrra bíla um 20-30% þegar þær taka gildi um ára­mót.

„Ég hef haft áhyggj­ur af þessu máli og er með það til grein­ing­ar í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu. Þeirri vinnu er ekki al­veg lokið. En ég úti­loka ekki að við bregðumst við vegna þess­ara ábend­inga,“ seg­ir Bjarni og boðar skatta­lækk­an­ir. 

Gjaldið lækkað í áföng­um

„Ég sé fyr­ir mér lækk­an­ir á trygg­inga­gjaldi í skref­um strax um næstu ára­mót og svo aft­ur ári síðar. Síðan stend­ur yfir vinna – við ræðum um það í stjórn­arsátt­mál­an­um – við að lækka neðra skattþrepið.“ 

Bjarni seg­ir svig­rúm til launa­hækk­ana orðið lítið sem ekk­ert.

„Það er auðvitað með ólík­ind­um að heyra verka­lýðsleiðtoga að því er virðist tala gegn betri vit­und um að það sé svig­rúm á al­menna markaðnum til tuga pró­senta launa­hækk­ana – kannski 20-30% launa­hækk­ana – og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni,“ seg­ir Bjarni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert