Fjöldi fólks kominn til Eyja

Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Mannfjöldinn í Vestmannaeyjum hefur aukist jafnt og þétt í dag. Herjólfur hefur þegar farið þrjár ferðir frá Landeyjahöfn og mun fara fjórum sinnum í viðbót í dag og kvöld.

Stemningin í Eyjum eykst í takt við fólksfjöldann og ekki er laust við að fólk sé orðið spennt fyrir Húkkaraballinu sem hefst klukkan 23 í kvöld. 

Heimamenn hófust handa við að setja upp hvítu tjöldin í Herjólfsdal og áætlað er að tjaldborgin verði komin upp í kvöld. 

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir erfitt að greina hversu margir séu mættir til Eyja í tilefni þjóðhátíðar þar sem töluvert sé um erlenda ferðamenn í bland við þjóðhátíðargesti. 

Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert