Þorbjörg nýr sveitarstjóri í Mýrdalshreppi

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þorbjörg Gísladóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Staða sveitarstjóra var auglýst eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og var Þorbjörg valin úr hópi tíu umsækjenda, en umsóknarfrestur um starfið rann út 15. júlí. 

T-list­inn, Traust­ir innviðir, fékk meiri­hluta at­kvæða í kosningunum í vor, eða þrjá af fimm sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um í sveit­ar­fé­lag­inu. L-listi framtíðar­inn­ar fékk tvo menn kjörna.

Þorbjörg er viðskiptalögfræðingur að mennt og tekur við stöðu sveitarstjóra af Ásgeiri Magnússyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka