Fremur hæg suðvestlæg átt á landinu í dag og víða dálítil væta af og til. Búast má við „allgóðum skúradembum“ á Norður- og Austurlandi síðdegis, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun.
Á morgun verður suðaustanátt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands en áfram síðdegisskúrir norðan- og austanlands.
Útlit er fyrir hæglætisveður á laugardag, skýjað verður með köflum og milt í veðri en áfram eru líkur á skúrum síðdegis í flestum landshlutum, einkum inn til landsins.
Veðurhorfur næstu daga:
Á föstudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og skúrir á stöku stað, en suðaustan 5-10 og rigning um tíma sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Hiti víða 8 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri í flestum landshlutum, en líkur á síðdegisskúrum, einkum suðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast sunnan- og vestanlands.
Á sunnudag:
Hægt vaxandi austanátt, strekkingsvindur og fer að rigna á S-verðu landinu undir kvöld, en hægara og yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
Á mánudag (frídegi verslunarmanna):
Austlæg átt, stíf á köflum og rigning víða um land, en sums staðar talsverð rigning sunnan- og austanlands. Úrkomulítið nyrst á landinu og á Vestfjörðum. Kólnar lítið eitt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Rigning um landið norðaustanvert og fremur svalt, en léttir til sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 17 stig.
Á miðvikudag:
Líkur á vaxandi sunnanátt með vætu vestan til á landinu, en hægari og bjart að mestu austanlands. Heldur hlýnandi veður.