Kærunefnd útlendingamála felldi nýverið úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa hollenskri konu, að nafni Mirjam Foekje van Twuijver, úr landi. Hún var dæmd í 8 ára fangelsi árið 2016 fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning.
Útlendingastofnun ákvað í apríl að konunni skyldi vísað úr landi. Ákvað stofnunin einnig að Twuijver ætti að sæta 20 ára endurkomubanni til Íslands. Útlendingastofnun byggði brottvísun Twuijver á lögum um útlendinga sem veitir heimild til að vísa EES- eða EFTA-borgurum úr landi ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis en samkvæmt lögunum er heimilt að ákveða brottvísun með þessum hætti ef framferði viðkomandi felur í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins.
Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og fjallar um í dag, kemur fram að kærunefndin telur Twuijver ekki líklega til að fremja brot að nýju þrátt fyrir fyrri afbrot