Spenntir fyrir handritunum

Þeir João og Miguel hafa báðir áhuga á norrænum miðaldafræðum. …
Þeir João og Miguel hafa báðir áhuga á norrænum miðaldafræðum. Sumarskólinn í handritafræðum fer fram í Árnagarði og voru 62 þátttakendur skráðir á námskeiðið sem hófst á miðvikudag. mbl.is/​Hari

Árlegur sumarskóli í handritafræðum hófst í Árnagarði á miðvikudag. Alþjóðlega námskeiðið er haldið annað hvert ár í Danmörku en er haldið í Reykjavík í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á námskeiðin undanfarin ár og komust færri að en vildu, 62 nemendur sækja námkeiðið í ár.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Landsbókasafn Íslands.

„Okkar miðaldabókmenntir eru mjög sérstakar og bókmenntaarfur okkar Íslendinga er mjög óvenjulegur og spennandi,“ segir Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. „Fáir vita að þegar við fengum handritin heim frá Danmörku þá varð helmingurinn af handritum Árna Magnússonar eftir í Kaupmannahöfn. Þau handrit sem komu heim voru þau handrit sem tengjast Íslandi beinlínis, t.d. allar Íslendingasögurnar.“

Sjá umfjöllun um námskeið þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert