Þjóðhátíð fer vel af stað

Allar hendur leggjast á eitt við uppsetningu hvítu tjaldanna.
Allar hendur leggjast á eitt við uppsetningu hvítu tjaldanna. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Dagskrá þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum hófst í gær. Þjóðhátíðargestir sóttu Húkkaraballið á meðan heimamenn settu upp hvít tjöld í Herjólfsdal. Hátíðin fór vel af stað að sögn lögreglu og hefur fólksstreymið til Eyja verið nær látlaust síðan í gær. Nær allar ferðir til Vestmannaeyja eru fullar í dag, bæði með Herjólfi og með flugi. 

Eyjamenn stóðu í ströngu í gærkvöldi við uppsetningu hvítu tjaldanna í Herjólfsdal en þau eru mikilvægur þáttur í þjóðhátíð fyrir heimamenn sem leggja flestir mikið í skreytingar og innréttingar tjaldanna.

Óskar Pétur Friðriksson Eyjamaður hefur verið viðstaddur nánast hverja þjóðhátíð síðustu 45 ár. Hann segir uppsetningu tjaldanna hafa gengið vel fyrir sig með nýju úthlutunarfyrirkomulagi. 

Hann segir jafnframt að fjöldi fólks sé þegar kominn til Vestmannaeyja þó svo að búast megi við að fjölgi til muna í þeim hópi þegar líða tekur á daginn. 

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að Húkkaraballið hafi farið vel fram í gær. Dálítill erill hafi verið fram eftir nóttu og þrjú minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp. 

Allt er lagt í sölurnar svo að byggð hvítu tjaldanna …
Allt er lagt í sölurnar svo að byggð hvítu tjaldanna í Herjólfsdal sé sem glæsilegust yfir þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Margir njóta þess að skreyta tjöldin sín ár hvert.
Margir njóta þess að skreyta tjöldin sín ár hvert. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Hressir þjóðhátíðargestir á húkkaraballi í gærkvöldi.
Hressir þjóðhátíðargestir á húkkaraballi í gærkvöldi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Húkkaraball á þjóðhátíð.
Húkkaraball á þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Húkkaraball á þjóðhátíð.
Húkkaraball á þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Húkkaraball á þjóðhátíð.
Húkkaraball á þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Húkkaraball á þjóðhátíð.
Húkkaraball á þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert