Annie Mist fékk hjartsláttartruflanir

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir í níundu greininni. …
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir í níundu greininni. Lengi var mjótt á munum með þeim, eða þar til Annie Mist fékk hjartsláttartruflanir í kassahoppunum. Ljós­mynd/​​Berg­lind Sig­munds­dótt­ir

Annie Mist Þórisdóttir, sem var í þriðja sæti eftir fyrstu átta grein­arnar á heims­leik­unum í cross­fit sem fram fara í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um um helg­ina, fékk hjartsláttartruflanir í níundu greininni.

Frá þessu greinir Annie Mist á Instagram-síðu sinni nú í kvöld. Annie Mist lenti í 21. sæti í grein­inni, eftir að hafa farið vel af stað og framan af var mjótt á mun­um milli hennar og Katrín­ar Tönju Davíðsdóttur sem hafði þriðja sætið af Annie Mist með sigri í níundu greininni.

„Mér fannst þessi grein alveg æðisleg,“ segir Annie Mist á Instragram. Ég var svo ánægð þegar ég var búin með hnébeygjurnar á öðrum fæti og kom að kassahoppunum sem ég vissi að væru mín. Ég var búin að vonast eftir þessum háu kassahoppum.“

Absolutely LOVED that event!! I was so happy when I finished the pistols and got to the box at that point I knew the workout was mine! I’ve been hoping for those high box jumps 🔥 But then something I’ve had to manage since I was a teenager , a heart arrhythmia, set in on box jump number 5 - this happens in training maybe 3-4 times through the year and I have not wanted to get a surgery done - this has never happened during competition, but today it did. It’s scary when you’re no longer in control and with this many fit ladies around me, resting didn’t seem like an option. I think it might have been the impact from the box jumps that caused it, and two more episodes happened before finishing my 25th rep. Sometimes things don’t go the way you’d want them to but only thing you can control is how you react to it. Tonight will be LIT 🔥

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 4, 2018 at 12:33pm PDT

En þá hafi nokkuð gerst sem hún hafi þurft að vinna með frá því hún var unglingur. Hjartsláttartruflanir. „Ég fékk hjartsláttartruflanir á fimmta setti. Þetta kemur fyrir kannski 3-4 sinnum á æfingum í gegnum árið og ég hef ekki viljað fara í aðgerð. Þetta hefur aldrei gerst í keppni áður, en það gerðist í dag.“

Það veki óneitanlega ótta þegar maður upplifi að hafa ekki lengur stjórn á líkama sínum og með svo margar konur í góðu formi í kringum sig hafi ekki komið til greina að hvíla sig.

„Ég held að það kunni að hafa verið höggin frá kassahoppunum sem ollu því og ég fékk tvö tilfelli til viðbótar áður en ég kláraði 25. endurtekninguna.“

Stundum gangi hlutirnir ekki eins og maður vilji og þá geti maður bara ráðið hvernig maður bregðist við þeim, sagði Annie Mist sem ætlar að halda áfram og taka tíundu greinina sem keppni hefst í klukkan 23 að íslenskum tíma.

Annie Mist Þórisdóttir fyrir miðju lenti í vanda í níundu …
Annie Mist Þórisdóttir fyrir miðju lenti í vanda í níundu greininni, er hún fékk hjartsláttartruflanir í kassahoppunum. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert