Katrín Tanja sigraði í sjöundu greininni

Katrín Tanja er í fjórða sæti þegar sjö greinum er …
Katrín Tanja er í fjórða sæti þegar sjö greinum er lokið á heimsleikunum í crossfit. Keppnin heldur áfram í dag og lýkur á morgun. Ljósmynd/Crossfit Games

Katrín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta kona heims árin 2016 og 2017, sigraði í sjöundu grein heimsleikanna í crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um helgina.

Katrín Tanja var í fimmta sæti í heildarkeppninni fyrir greinina en með sigri er hún komin í það fjórða.

Keppni lauk rétt fyrir klukkan tvö í nótt en greinin nefn­ist Fi­bonacci og sam­an­stend­ur af hand­stöðupress­um, rétt­stöðulyftu með ketil­bjöll­um og fram­stigi með lóðum. Loka­grein­in á heims­leik­un­um í fyrra var með sama sniði og því gafst kepp­end­um kost­ur á að gera bet­ur en í fyrra.

Keppendur höfðu sex mínútur til að ljúka greininni. Björgvin Karl Guðmundsson, eini íslenski keppandinn í karlaflokki, náði ekki að ljúka greininni innan tímarammans en hafnaði samt sem áður í 12. sæti af 39 keppendum og er hann í 6. sæti í heildarkeppninni að loknum öðrum keppnisdegi.

Björgvin Karl Guðmundsson á keppnisgólfinu í nótt. Hvor ketilbjalla vegur …
Björgvin Karl Guðmundsson á keppnisgólfinu í nótt. Hvor ketilbjalla vegur um hundrað kíló. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Katrín Tanja stóð uppi sem sigurvegari í greininni líkt og fyrr segir en hún lauk keppni á þremur mínútum og 31 sekúndu. Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í þriðja sæti og er hún jafnframt í þriðja sæti í heildarkeppninni, efst íslensku kvennanna.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var sjötta í greininni og færðist með því upp í sjötta sæti í heildarkeppninni.

Oddrún Eik Gylfadóttir náði ekki að ljúka greininni og er í 28. sæti í heildarkeppninni.

Heimsleikarnir halda áfram í dag þar sem keppt verður í að minnsta kosti þremur greinum og hefst fyrsta greinin klukkan 13:45 að íslenskum tíma.

Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Tia-Clair Toomey, ríkjandi …
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Tia-Clair Toomey, ríkjandi hraustasta kona heims, öttu kappi í sjöundu grein heimsleikanna í crossfit í gærkvöldi. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir
Fjölmargir íslenskir áhorfendur eru á heimsleikunum.
Fjölmargir íslenskir áhorfendur eru á heimsleikunum. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert