Engar tilkynningar um kynferðisofbeldismál tengd útihátíðum hafa borist Landspítalanum það sem er af er verslunarmannahelginni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa spítalans. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að þær tölur taki einnig til tónlistahátíðarinnar Innipúkans sem haldin er í Reykjavík þessa helgina.
Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir þó frá því á Facebook-síðu sinni að maður hafi verið handtekinn í Eyjum fyrir að áreita kynferðislega unga konu á bílastæði í Herjólfsdal með því að þukla á henni.
Þá staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við mbl.is að engar tilkynningar um kynferðisofbeldi hafi borist það sem af er helgi.