Ræningjarnir voru ekki vopnaðir

Mennirnir rændu Iceland-verslunina í Arnarbakka.
Mennirnir rændu Iceland-verslunina í Arnarbakka. mbl.is/Hjörtur

Ræningjarnir sem handteknir voru seint í gærkvöldi af lögreglu voru ekki vopnaðir þegar þeir frömdu ránið í Iceland-versluninni að Arnarbakka. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina hafa hótað starfsfólki ofbeldi og tekið peninga úr peningakassa verslunarinnar.

Líkt og fram kom í fyrri frétt mbl.is um málið voru mennirnir handteknir á Suðurnesjum og vistaðir í fangageymslum á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Þeir eru grunaðir um nytjastuld bifreiðar. Gunnar segir að mennirnir verði yfirheyrðir í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert