Vara við vindhviðum þvert á veg

Foktjón hefur áður orðið á ökutækjum á Breiðamerkursandi. Mynd úr …
Foktjón hefur áður orðið á ökutækjum á Breiðamerkursandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Varað er við hvössum norðanstreng yfir landið suðvestanvert í fyrramálið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, sem segir vindstrenginn ná frá Breiðamerkursandi austur á Höfn frá því snemma í fyrramálið og fram yfir hádegi. 

Varar Vegagerðin við varasömum vindhviðum þvert á veg, sem kunni að ná allt að 30-35 m/s.

Einnig megi búast við sviptivindum á Skeiðarársandi og við Skaftafell um tíma nærri miðjum degi og verður hætt við sandfoki því samfara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert