„Ættarmót hinsegin samfélagsins“

Forseti Íslands mætti á opnunarhátíðina.
Forseti Íslands mætti á opnunarhátíðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld í Háskólabíói með miklum glæsibrag. Hinsegin kórinn og Andrea Gylfadóttir fluttu lag Hinsegin daga, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti hátíðarávarp, Ingileif Friðriksdóttir tók lagið, Hera Björk kom fram og ýmsir fleiri, þar á meðal dragdrottning. 

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagðist í samtali við mbl.is áður en hátíðin hófst búast við um 600 til 700 gestum.  

„Þetta er eins konar ættarmót hinsegin samfélagsins. Þarna kemur stór hópur fólks saman til að formlega sigla af stað inn í helgina,“ sagði hann.  

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ein af þremur stærstu útihátíðunum 

Hinsegin dagar hafa vaxið mjög frá aldamótum og hefur gleðigangan verið gríðarlega fjölsótt á síðustu árum. Í dag eru Hinsegin dagar orðnir ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með um eða yfir sjötíu þúsund þátttakendur ár hvert. Þá hefur hátíðin einnig færst úr einum degi í sex daga menningarhátíð eftir því sem fram kemur á vef Hinsegin daga. 

Gunnlaugur, formaður Hinsegin daga.
Gunnlaugur, formaður Hinsegin daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Svo höldum við bara áfram á morgun með fjölmörgum viðburðum. Við höfum held ég aldrei verið með svona marga viðburði á einum degi. Fræðslufundur, pöbba-rölt, hinsegin sigling og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Gunnlaugur. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Gangan er svo á laugardaginn og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Það er allt búið að ganga eiginlega bara eins og í sögu ef ég á að nota þá klisju. Hún er sönn í þetta skiptið.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Hinsegin kórinn á sviðinu í kvöld.
Hinsegin kórinn á sviðinu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert