„Mér finnst þetta mikill ys og þys út af litlu sem engu,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, spurður um fyrirspurn frá Umhverfisstofnun sem bæjarstjórninni var send í kjölfar áletrana á kletta og náttúrumyndanir í Stöðvarfirði og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær.
„Umhverfisstjóri hefur svarað þeim,“ segir Jón og bætir við: „Þegar við tókum málið fyrir á vettvangi [umhverfis- og skipulagsnefndar] í vetur þá var það mat okkar og skipulagsfulltrúa að þetta væri ekki leyfisskyldur gjörningur af okkar hálfu, þ.e. við yrðum ekki að veita framkvæmdaleyfi. Málið var kynnt á grundvelli náttúruverndarlaganna. Þarna lá fyrir leyfi landeiganda.“
Jón bendir á að berggangar sem þessir séu nokkuð algengir á svæðinu og í umfjöllun um málið í vetur hafi náttúru- og skipulagsnefnd ekki talið að þarna væri um að ræða náttúruvætti sem um gilda sérstök lög.
Umhverfisstofnun telur áletranirnar brjóta í bága við náttúruverndarlög.