Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kveðst í fljótu bragði ekkert sjá í íslenskum lögum sem banni ísraelska fyrirtækinu Tammuz Nordic að bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrum hér á landi.
Þetta kom fram í viðtali við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Staðgöngumæðrum er ekki leyfð á Íslandi.
„Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrum, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” sagði hún í fréttatímanum.
Hún bætti við að fólk sem nýti sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið til Íslands. Nokkur slík mál hafi komið upp og í framhaldinu hafi flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hérlendis vaknað.