Eldur kviknaði í sumarbústað

Eldurinn kviknaði út frá arinofni.
Eldurinn kviknaði út frá arinofni. mbl.is/Eggert

Eldur kom upp í sumarbústað í Rangárvallasýslu í nótt, skammt frá Hellu. Tilkynning barst slökkviliði um kl. 1 í nótt og voru viðbragðsaðilar fljótir á staðinn. Eldurinn kviknaði út frá arinofni og barst í timburklæðningu hússins.

Að sögn slökkviliðs á staðnum gekk vel að ráða niðurlögum eldsins en þó nokkurt tjón varð á húsinu bæði vegna eldsins og þess vatnsmagns sem þurfti til þess að slökkva eldinn. 

Fólk var í húsinu þegar eldurinn kom upp en engan sakaði og vel tókst að rýma húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert