Stólarnir klárir 6 tímum fyrir tónleika

Búið er að stilla upp stólum með góðu útsýni yfir …
Búið er að stilla upp stólum með góðu útsýni yfir sviðið. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Mikil eftirvænting er eftir stórtónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík í kvöld. Svo mikil er hún að fólk var byrjað að stilla upp stólum um fjögurleytið í dag til að tryggja sér bestu sætin fyrir tónleikana, sem hefjast klukkan 21.45.

Fjöldi fólks er samankominn á Dalvík vegna Fiskidagsins mikla. Veður hefur verið afar gott og stemningin eftir því, eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Tónleikarnir í kvöld verða haldnir á hafnarsvæðinu og má búast við að þeir verði glæsilegir að vanda. Þeim lýkur með flugeldasýningu í kringum miðnætti.

Á meðal þeirra sem koma fram eru Eyþór Ingi, Friðik Ómar, Helgi Björnsson, Ragnheiður Gröndal, Jói Pé og Króli, Egill Ólafsson, Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Jón Jónsson.

Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert