Eldur laus á bryggjunni

Reykur sást stíga til himins yfir Dalvík.
Reykur sást stíga til himins yfir Dalvík. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði út frá flugeldasýningu sem fram fór á Dalvík um miðnætti í tengslum við Fiskidaginn mikla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að eldur hafi kviknað í dekkjum við bryggjuenda á hafnarsvæðinu, en engin hætta var á ferð.

Slökkvilið var fljótt á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins sem var á lokuðu svæði. Engan sakaði. 

Það er árviss viðburður að flugeldum sé skotið upp eftir stórtónleikana sem fara fram á laugardagskvöldinu þar sem tónlistarmenn á borð við Friðrik Ómar og Jón Jónsson stigu á stokk.

Engin hætta var á ferðum að sögn lögreglu. Slökkvilið fór …
Engin hætta var á ferðum að sögn lögreglu. Slökkvilið fór á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins. Ljósmynd/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert