Losuðu hval í fjörunni

Grindhvalatorfan sem hefur haldið til í Kolgrafafirði í dag hefur oft verið nærri landi.

Einn hvalurinn hafði synt of hátt upp í fjöruna og sat þar fastur þar til menn á bátum komu honum til aðstoðar en töluverður fjöldi fólks var í firðinum í dag að fylgjast með smáhvölunum.

Talið er að torfan telji um eða yfir 60 dýr og sumir álíta að hætta sé á að hvalirnir séu áttavilltir og gætu synt upp í fjöruna og strandað þar.

Fólk er því í viðbragðsstöðu í flæðarmálinu tilbúið til að koma hvölunum til aðstoðar syndi þeir of nærri landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert