Nýjar neftóbaksdósir teknar í notkun

Neftóbaksdós með gömlu loki.
Neftóbaksdós með gömlu loki. Ljósmynd/Birkir Grétarsson

ÁTVR hefur tekið í notkun nýjar dósir undir íslenskt neftóbak. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hugsunin að baki hinum nýju dósum sé að þær megi innsigla.

Enn er beðið eftir því að hönnun á lokum dósanna ljúki, en prófanir á plasti í þau hafa dregist nokkuð. Þar til þeirri vinnu lýkur verða gömul lok notuð, segir í umfjöllun um þessa nýjung í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum búin að taka dósirnar í notkun. Það er minniháttar breyting á þeim, nýr kantur. Síðan eigum við enn eftir að klára þessi innsiglismál, en þau hafa tekið aðeins lengri tíma en við hefðum kosið. Við vinnum að þessu eins hratt og við getum,“ segir hún. Hinum nýju lokum mun svipa mjög til þeirra eldri utan kants svo innsigla megi dósina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert