Ráðherra segir notkun glýfosats óæskilega

Ráðherra segir æskilegt að stuðla að minni efnanotkun í daglegu …
Ráðherra segir æskilegt að stuðla að minni efnanotkun í daglegu lífi og sterk efni séu ekki notuð að nauðsynjalausu. mbl.is/​Hari

„Af varúðarsjón­ar­miðum er notk­un glý­fosats óæski­leg að mínu mati og ég er þeirr­ar skoðunar að sem minnst eigi að nota af slík­um efn­um. Ég hvet fólk því til að hætta notk­un þess og hið minnsta að draga úr henni,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is. Er­indið var afstaða ráðherra til notk­un­ar glý­fosats í til­efni mik­ill­ar umræðu sem hef­ur skap­ast í tengsl­um við svo­kallað Roundup-mál. 

Mons­anto, stærsti efna­fram­leiðandi til land­búnaðar í Banda­ríkj­un­um, hef­ur verið dæmt af dóm­stól í Kali­forn­íu til þess að greiða manni 289 millj­ón­ir dala, sem sam­svar­ar rúm­um 30 millj­örðum kr., í skaðabæt­ur. Maður­inn hélt því fram að hann hefði fengið krabba­mein eft­ir að hafa notað plöntu­eyðinn Roundup sem inni­hélt glý­fosat. Monsato hyggst áfrýja dóm­in­um.

Sala á sterk­ari lausn af glý­fosati er bönnuð hér á landi að sögn ráðherra og bann við markaðssetn­ingu slíkr­ar lausn­ar tók gildi um síðustu ára­mót. Þó eru ýms­ir ill­gresis­eyðar seld­ir á al­menn­um markaði á Íslandi sem inni­halda glý­fosat, svo sem efnið Roundup. 

Noti frek­ar aðferðir sem ekki þurfi efni til

Ráðherra seg­ir mik­il­vægt að fólk hugsi um hvaða efni það not­ar og spyrji sig að því hvort sú notk­un sé nauðsyn­leg, hvort sem um sé að ræða ill­gresis­eyði, hreinsi­efni, skor­dýra­eit­ur eða önn­ur skaðleg efni. 

Guðmund­ur bend­ir á að í aðgerðaáætl­un sem ráðuneytið gaf út í ág­úst 2016 sé m.a. lögð áhersla á að áfram verði unnið mark­visst að því að taka upp varn­araðgerðir gegn skaðvöld­um í land­búnaði og garðyrkju sem ekki byggj­ast á notk­un efna, þar á meðal að not­ast við samþætt­ar varn­ir í bar­áttu við skaðvalda. Þá reyni hið op­in­bera að draga úr notk­un plöntu­vernd­ar­vara með því að taka upp aðferðir sem ekki bygg­ist á notk­un efna. 

Eit­ur­efni skuli ekki notuð að nauðsynja­lausu

Aðspurður hvort Roundup-dóm­ur­inn og um­fjöll­un hon­um tengd gefi ráðuneyt­inu til­efni til þess að fjalla frek­ar um notk­un glý­fosats seg­ir ráðherra að stefna ráðuneyt­is­ins hafi verið sú að notað sé sem minnst af svo­kölluðum plöntu­vernd­ar­vör­um. Þar á meðal sé ill­gresis­eyðir. 

„Við höf­um markað okk­ur aðgerðaáætl­un um notk­un varn­ar­efna og lagt áherslu á að þau séu ekki notuð að nauðsynja­lausu. Það er mik­il­vægt að fylgj­ast vel með þess­um mál­um, bæði nú og næstu árin. Það er skoðun ráðherra að eit­ur­efni eigi að nota sem allra minnst og alls ekki að nauðsynja­lausu.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. mbl.is/​Valli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka