„Yrði aldrei byggð í dag“

39 hið minnsta létust er um 200 metra vegkafli brúarinnar …
39 hið minnsta létust er um 200 metra vegkafli brúarinnar hrundi. Fallið er um hundrað metrar. AFP

Þetta er mjög sér­stakt mann­virki. Menn myndu aldrei smíða svona brú í dag sem treyst­ir aðeins á eitt stag,“ seg­ir Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, um Mor­andi-brúna í Genúa á Ítal­íu sem hrundi í gær­morg­un. Brú­in var svo­kölluð stag­brú og ská­sett stög notuð til að halda uppi brú­ar­bit­un­um. Þá hafi hún verið hönnuð fyr­ir mun minni um­ferð en þá sem nú var kom­in.

Ný brú yfir Ölfusá yrði um 330 metr­ar að lengd, …
Ný brú yfir Ölfusá yrði um 330 metr­ar að lengd, stag­brú með um 60 metra háum turni á Efri-Laug­ar­dæla­eyju í miðri ánni. Kostnaður er áætlaður um 4,5 millj­arðar króna. Ljós­mynd/​Efla

Nokkr­ar stag­brýr eru á Íslandi, til að mynda yfir Jök­ulsá á Fjöll­um. Þá er fyr­ir­huguð ný brú yfir Ölfusá, norðan Sel­foss, stag­brú. Aðspurður seg­ir Guðmund­ur að von­ast sé til að nýja brú­in yfir Ölfusá rísi eft­ir 4-5 ár en það sé háð sam­göngu­áætlun.

Eins og jafn­an við hörm­ung­ar sem þess­ar kepp­ast menn á Ítal­íu við að finna söku­dólg. Sam­gönguráðherra lands­ins hef­ur sagt að viðhaldi veg­hald­ar­ans, Autostra­de, hafi verið ábóta­vant en fyr­ir­tækið hafn­ar því og bend­ir á eft­ir­lit hins op­in­bera. Brú­in hafi verið skoðuð árs­fjórðungs­lega eins og lög kveði á um.

Kall­ar ekki á sjálfs­skoðun hér

Aðspurður seg­ir Guðmund­ur hrun brú­ar­inn­ar ekki kalla á sér­staka sjálfs­skoðun hjá Vega­gerðinni. All­ar brýr eru skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Í því felst fyrst og fremst sjón­mat en komi eitt­hvað í ljós er ráðist í ít­ar­legri grein­ing­ar. „Þannig fór­um við til dæm­is í ná­kvæm­ari grein­ingu á Ölfusár­brú og þá kom í ljós að kom­in var tær­ing í kapl­ana og slit í gólfið, sem geta haft áhrif á end­ingu henn­ar.“ Því hafi verið ákveðið að ráðast í viðhaldsaðgerðir sem nú standa yfir.

Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni.
Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar hjá Vega­gerðinni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við höf­um lengi verið í því að styrkja brýr sem þurfa á því að halda,“ seg­ir Guðmund­ur. Af ný­smíðum á áætl­un megi einkum nefna fyrr­nefnda Ölfusár­brú, nýja brú yfir Eld­vatn í Skaft­ár­tungu, sem ráðgert er að rísi næsta sum­ar í stað þeirr­ar sem nú stend­ur en hún laskaðist í Skaft­ár­hlaupi 2015 þegar hrundi und­an eystri stöpli henn­ar og óttuðust menn jafn­vel að hún hryndi í hlaup­inu fyrr í mánuðinum.

Þá sé ný brú yfir Horna­fjarðarfljót og i Gufu­dals­sveit á sam­göngu­áætlun en fram­kvæmd­ir velti á fjár­veit­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert