Andarnefjan komin á flot

Andarnefjan er laus úr prísundinni í Engey en hvort hún …
Andarnefjan er laus úr prísundinni í Engey en hvort hún er heil heilsu er óvíst. mbl.is/Eggert

„Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni eitthvað fram eftir kvöldi þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri Sérferða. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld.

Sverrir segir erfitt að segja til um ástand dýrsins. Undir venjulegum kringumstæðum ætti andarnefja ekki að geta verið jafnlengi strand á landi og umrætt dýr sem hefur verið fast á Engey síðan á öðrum tímanum í dag.

„Hún er mjög veikburða. Við vitum það ekki almennilega. Það gætu verið einhverjar innvortisblæðingar sem við vitum ekki um.“

Dýrið syndir núna á milli Engeyjar og Akureyjar og er verið að selflytja þá sem komu að umönnun dýrsins í land.

„Svo verða einhverjir sem fylgja henni eftir,“ segir Sverrir en andarnefjur eru djúpsjávarhvalir og geta oft lent í vandræðum á grynningum.

Unnið að því að koma andarnefjunni á flot fyrr í …
Unnið að því að koma andarnefjunni á flot fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert
Dýrið sem drapst í Engey.
Dýrið sem drapst í Engey. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert