Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

Að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra eru lengri refsingar utan …
Að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra eru lengri refsingar utan fangelsa nýttar meira. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að sjá vinnu dóms­málaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þess­um boðun­arlist­um sem eru upp­safnaður vandi,“ seg­ir Páll E. Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, um fækk­un fólks á boðun­arlist­um fang­elsa hér á landi.

Að hans sögn spil­ar auk­in nýt­ing refs­inga utan fang­elsa þar stór­an þátt auk þess sem dóm­ar sem hægt er að afplána með sam­fé­lagsþjón­ustu eru lengri en áður.

Eins og áður hef­ur komið fram fækkaði fólki sem bíður þess að hefja afplán­un í fang­els­um hér á landi í ár og er það í fyrsta sinn sem það ger­ist frá hruni. Nú bíða um 530 manns þess að hefja afplán­un en þegar mest lét árið 2017 var fjöld­inn 618. Spurður hvort rekja megi hluta fækk­un­ar fólks á boðun­arlist­um til fjölg­un­ar í fyrn­ing­um dóma kveður Páll nei við. Það sé þó enn eitt­hvað um að dóm­ar fyrn­ist vegna pláss­leys­is en þeim fari fækk­andi. „Það er mjög lít­ill hluti af þessu vegna fyrn­ing­ar, nán­ast ekki neitt. Við stefn­um auðvitað á að þeim fækki enn frek­ar, en þetta er ekki mik­ill fjöldi í stóra sam­heng­inu. Það sem er fagnaðarefni er að boðun­arlist­ar eru að stytt­ast auk þess sem þeir munu halda áfram að stytt­ast gangi áætlan­ir eft­ir,“ seg­ir Páll, en það sem af er ári hafa 20 dóm­ar fyrnst. Árið 2017 voru þeir 28 en árið áður voru þeir 34 tals­ins og hef­ur því farið fækk­andi síðustu ár.

Páll seg­ir að breyt­ing laga árið 2016, þar sem há­marks­refs­ing óskil­orðsbund­inn­ar fang­els­is­refs­ing­ar sem heim­ilt er að fulln­usta með sam­fé­lagsþjón­ustu var hækkuð úr níu mánuðum í tólf, hafi hjálpað til við að stytta boðun­arlista. Þá ljúki einnig tals­verður fjöldi fólks lengri refs­ingu með ra­f­rænu eft­ir­liti heima hjá sér.

Horfa verður til ým­issa þátta

Fjöldi veittra leyfa til afplán­un­ar refs­ing­ar með sam­fé­lagsþjón­ustu það sem af er ári er 95, sem bend­ir til þess að þeim muni fjölga frá því í fyrra, þegar fjöld­inn var 99. Þess utan hafa 95 manns afplánað var­arefs­ingu fé­sekt­ar með sam­fé­lagsþjón­ustu það sem af er ári, sem er sam­bæri­leg­ur fjöldi og allt árið í fyrra, eða 96.

Í skrif­legu svari frá Fang­els­is­mála­stofn­un kem­ur þó fram að þrátt fyr­ir að veitt­um leyf­um til sam­fé­lagsþjón­ustu sé ekki að fjölga mikið eða jafn­vel fækka frá ár­inu 2014 verði að taka til­lit til ým­issa þátta. Þá verði að horfa til þess að nú sé hægt að afplána tals­vert lengri dóma utan fang­elsa en mögu­legt var á þeim tíma. „Auk­in nýt­ing lengri refs­inga utan fang­elsa er að skila sér í styttri boðun­arlist­um, sem er mjög gott,“ seg­ir Páll.

Spurður um í hverju starf fólks sem sinni sam­fé­lagsþjón­ustu fel­ist seg­ir Páll það geta verið marg­vís­legt. „Þetta er tíma­bundið og ólaunað starf sem kem­ur í stað fang­elsis­vist­ar. Þetta geta verið störf hjá íþrótta­fé­lög­um, kirkj­unni, sam­býl­um eða öðrum hjálp­ar­stofn­un­um. Auk þess að þetta hefi upp­eld­is­legt gildi held ég að marg­ir hafi á til­finn­ing­unni að þeir séu að gera gagn. Þá eru marg­ir sem halda áfram að vinna á þess­um stöðum þegar afplán­un lýk­ur,“ seg­ir Páll.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert