Brýtur í bága við dýravelferð

Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, með hundana Sindra og Gabby. Hún …
Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, með hundana Sindra og Gabby. Hún segir núverandi regluverk um einangrun brjóta gegn dýravelferð. Ljósmynd/Aðsend

„Það sem við skilj­um ekki og höf­um ekki fengið hald­bær rök fyr­ir, er hvers vegna lengri ein­angr­un en 10 dag­ar er nauðsyn­leg þegar strangasta lög­gjöf­in utan Íslands er 10 dag­ar,“ seg­ir Her­dís Hall­m­ars­dótt­ir, formaður Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands (HRFÍ), í sam­tali við mbl.is.

Fé­lagið sendi í gær frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem kallað var eft­ir áhættumati land­búnaðarráðuneyt­is um ein­angr­un­ar­vist gælu­dýra sem átti að vera til­búið í apríl á þessu ári. Til­efnið var ný­leg grein þriggja vís­inda­manna sem segja sníkju­dýr hafa borist með inn­flutt­um gælu­dýr­um í ís­lenska dýra­stofna. „Ég hef áhyggj­ur af að þessi sam­an­tekt frá Keld­um, sem kem­ur á þess­um tíma­punkti, sé sett fram í póli­tísk­um til­gangi,“ seg­ir Her­dís.

HRFÍ hef­ur lengi viljað end­ur­skoðun á reglu­verk­inu, sem er orðið 15 ára gam­alt, enda er það mat fé­lags­ins að nú­ver­andi ein­angr­un­ar­regl­ur brjóti í bága við lög um dýra­vel­ferð.

„HRFÍ er með meira en 3.000 fé­laga og það er yf­ir­lýst stefna fé­lags­ins að það eigi að krefjast end­ur­skoðunar á regl­um um ein­angr­un­ar­vist og þá með til­liti til þess hvort dýra­vel­ferð krefj­ist þess að hægt sé að af­nema eða stytta ein­angr­un­ar­vist­ina og gera hana bæri­legri,“ seg­ir Her­dís. 

Sam­kvæmt nú­ver­andi reglu­verki ber þeim gælu­dýr­um sem flutt eru til lands­ins að sæta fjög­urra vikna ein­angr­un. Er reglu­verkið tók gildi tíðkaðist ein­angr­un­ar­vist gælu­dýra í fleiri lönd­um, m.a. Nor­egi, Bretlandi, Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi. Ein­angr­un­ar er enn kraf­ist í síðast nefndu tveim­ur lönd­un­um, en er þá ekki nema 10 dag­ar og er eig­anda heim­ilað að heim­sækja dýrið meðan á dvöl­inni stend­ur. Her­dís seg­ir enga skýr­ingu hafa verið gefna á því af hverju svo sé ekki líka hér.

„Ég veit ekki um neitt annað ríki með svona lang­an ein­angr­un­ar­tíma eins og Ísland,“ seg­ir hún. „Þó er altalað að Ástr­al­ía sé með hörðustu regl­urn­ar um allt sem varðar inn­flutn­ing á lif­andi dýr­um eða land­búnaðar­vör­um.“ Þar gilda líka tak­mark­an­ir um að þeir sem þangað koma mega ekki koma til lands­ins með skít­uga skó þar sem þeir hafa t.d. verið uppi í sveit í öðrum lönd­um. Brot á þeim regl­um get­ur varðað háum sekt­um.

Hundum og köttum er gert að sæta fjögurra vikna einangrun …
Hund­um og kött­um er gert að sæta fjög­urra vikna ein­angr­un í sér­stök­um ein­angr­un­ar­stöðvum, en önn­ur gælu­dýr fá að vera í heima­ein­angr­un. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Ekki með sótt­varn­ir gegn far­fugl­um

Hér á landi virðist gælu­dýr­in hins veg­ar ein um að sæta slík­um höml­um.

„Þegar verið er að tala um sótt­varn­ir þá verður að gera það í víðari skiln­ingi og þess vegna erum við svo óhress með þessa grein,“ seg­ir Her­dís. 

Þannig ber­ist skóg­armít­ill­inn, eitt þeirra dýra sem nefnd séu í grein­inni til að mynda til lands­ins með far­fugl­um „og ekki erum við með sótt­varn­ir gagn­vart far­fugl­um. Við erum held­ur ekki með sama fjölda ferðamanna og 2003, því sá fjöldi hef­ur marg­fald­ast,“ bæt­ir hún við og seg­ir ekki hægt að úti­loka að sníkju­dýr ber­ist til lands­ins með ferðafólki, ís­lensku sem er­lendu. Eins komi jóla­tré og gróður­mold til lands­ins í gáma­vís án þess að ein­angr­un­ar sé kraf­ist.

„Það er hægt að setja fram ýms­ar til­gát­ur um hvaðan þessi skor­dýr koma og ef við erum sam­mála um að við séum með viðkvæmt líf­ríki á Íslandi þá þarf að skoða heild­stætt hvaða sótt­varn­ir eru mögu­leg­ar og tæk­ar. Þess í stað er verið að ríg­halda í ein­hver örfá gælu­dýr og það finnst mér hvorki stand­ast skoðun né skyn­semi.“ 

Eng­in sótt­kví bíði þeirra sem um­gang­ast dýr er­lend­is áður en þeir koma hingað. Þeir hund­ar og kett­ir sem koma hingað til lands þurfi hins veg­ar að sæta fjög­urra vikna dvöl í ein­angr­un­ar­stöð, á meðan önn­ur gælu­dýr geta sætt heima­ein­angr­un.

Hafa farið illa út úr ein­angr­un­ar­vist­inni

Þegar komið er til Kefla­vík­ur er dýrið látið und­ir­gang­ast lækn­is­skoðun áður en það er sótt af starfs­mönn­um ein­angr­un­ar­stöðvar. Er í ein­angr­un­ar­stöðina er komið dvelja dýr­in í stí­um. „Þar eru þau ein utan að starfs­menn stöðvar­inn­ar sjá um að grunnþörf­um þeirra er sinnt. Það er bara ekk­ert nóg,“ seg­ir Her­dís. „Þetta eru íþyngj­andi regl­ur og slík­ar regl­ur þurfa að eiga viðhlít­andi stoð og þurfa sem slík­ar að byggj­ast á rök­um og nauðsyn. Ef það er ekki nauðsyn­legt þá á ekki að viðhafa slík­ar íþyngj­andi regl­ur.“

Sjálfri er henni kunn­ugt um að dýr hafi farið illa út úr ein­angr­un­ar­vist­inni.  „Ég veit að það leggst mis­vel í hunda að vera svona ein­angraðir,“ seg­ir hún. Ekki sé þó við starfs­fólk ein­angr­un­ar­stöðvar­inn­ar að sak­ast. „Það er gott fólk og við erum hepp­in í dag, en við get­um ekki treyst því að þetta fólks starfi þar út í hið óend­an­lega.“ Ekki sé held­ur hægt að leggja það að jöfnu að sinna grunnþörf­um dýr­anna og veru þeirra með fjöl­skyld­unni sinni. „Ég veit það líka á eig­in skinni að þetta hef­ur farið illa í hunda. Ég hef verið með hund sem ég þurfti að um­hverf­isþjálfa upp á nýtt og ég hef verið með í hönd­un­um dýr sem þjáðist af aðskilnaðarkvíða eft­ir ein­angr­un­ar­vist­ina. Þannig að þetta er dýr­un­um ekki auðvelt, enda ekki hægt að út­skýra fyr­ir þeim hvað sé að ger­ast.“

Lang­ir biðlist­ar eru enn frem­ur eft­ir að koma dýr­um að í ein­angr­un. Þegar þetta er ritað er næsta lausa pláss fyr­ir hund í fe­brú­ar á næsta ári, en laust er fyr­ir ketti á haust­mánuðum. „Ég veit því miður um til­vik þar sem fólk hef­ur þurft að finna dýr­inu sínu annað heim­ili vegna þess að það kaus að flytja til Íslands,“ seg­ir Her­dís. „Eins veit ég um til­vik þar sem fólk hef­ur ekki séð sér annarra kosta völ en að fella dýrið. Al­heil­brigt dýr sem var hluti af fjöl­skyld­unni og þetta var vegna þess að fólkið áttaði sig ekki á að það væri svona ofboðslega lang­ur biðlisti og það hafði ekki efni á að láta dýrið bíða svo lengi úti.“ Hún kveðst ekki geta ímyndað sér sorg­ina sem þetta fólk upp­lif­ir.

Skógarmítill berst m.a. til landsins með farfuglum segir Herdís og …
Skóg­armít­ill berst m.a. til lands­ins með far­fugl­um seg­ir Her­dís og nefn­ir sem dæmi um mis­ræmið að ekki standi til að setja far­fugla í sótt­kví.

Gert að fara strax með hund­inn úr landi eða fella hann 

Mat­væla­stofn­un (MAST) sýn­ir nokk­urn ósveigj­an­leika er kem­ur að komu­tíma dýr­anna, en tekið er við dýr­um í ein­angr­un yfir þriggja daga tíma­bil í hverj­um mánuði og eiga þau helst að koma til lands­ins á milli kl. 5-17 þessa daga.

„Ég veit um dæmi um eig­end­ur dýra sem hafa lent í vanda­mál­um vegna atriða sem þeim varð ekki um kennt,“ seg­ir Her­dís. „Í einu til­felli var mis­rit­un á ör­merki sem dugði til þess að eig­anda var gert að fara sam­stund­is með dýrið úr landi eða það yrði fellt. Eins hafi hund­ur fót­brotnað í ein­angr­un­ar­stöðinni og upp­haf­lega hafi ekki átt að gera að meiðslum hans. 

Hún seg­ir að þegar reglu­verk stríði gegn því sem fólki finnst eðli­legt og sann­gjarnt þá hætti það að bera virðingu fyr­ir því. „Það væri því öll­um til hags­bóta að fram­kvæma fag­legt áhættumat, end­ur­skoða regl­urn­ar og ganga ekki lengra en nauðsyn kref­ur til að verja þá hags­muni sem okk­ur er ætlað að verja.“ Ef það þýði að taka þurfi upp ann­ars kon­ar eft­ir­lit verði svo að vera. Það fari til að mynda lítið fyr­ir ábend­ing­um til er­lendra ferðamanna sem fara í hesta­ferðir hér á landi um að þeir megi ekki nota fatnað sem þeir kunna að hafa klæðst í reiðtúr­um er­lend­is.

„Það þarf að meta heild­stætt alla áhættuþætt­ina, hverj­ar eru smit­leiðirn­ar og hvar ligg­ur áhætt­an?“ seg­ir Her­dís og kveður þá stefnu að áhætt­an sé jafn­mik­il sama hvaðan dýrið sé að koma vera gagn­rýni­verða. „Er sama áhætta að flytja hund frá Nor­egi sem er til­tölu­lega sjúk­dóms­frítt land eða að flytja inn hund frá Afr­íku?“ spyr hún. Í dag sé ekki gerður neinn grein­ar­mun­ur á þess­um lönd­um. 

Ekki sé síður spurn­ar­vert hvað rök­styðji nú­ver­andi tíma­lengd ein­angr­un­ar, fjóra vik­ur.

„Hvað þarf lang­an tíma til að skoða niður­stöður og taka saur­sýnið sem tekið er við komu dýrs­ins til lands­ins og rann­saka það?“ seg­ir Her­dís og kveður HRFÍ ekki hafa fengið nein hald­bær rök við þess­ari tíma­lengd.

„Mér er hins veg­ar kunn­ugt um til­vik þar sem hund­ur slapp. Hann átti ekki að stoppa á Íslandi held­ur ein­göngu milli­lenda, en hann slapp úr búri sínu og hljóp um á Kefla­vík­ur­svæðinu og ná­grenni þar sem hann var laus í ein­hvern tíma. Ég veit að það tók ekki nema viku að greina þau sýni og og af þessu dreg ég þá álykt­un að hægt sé að gera þetta á styttri tíma en nú er. Hvað bæt­ir það því að hafa dýrið leng­ur í ein­angr­un?“ seg­ir Her­dís og kveður pott víða brot­inn í ein­angr­un­ar­mál­um.

„Starfs­fólk MAST á að viðhafa meðal­hóf og við vilj­um að það eigi við í öll­um til­vik­um út frá sjón­ar­miði dýra­vel­ferðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert