Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

Sveini Runólfssyni stendur ógn af mikilli útbreiðslu lúpínu í íslenskri …
Sveini Runólfssyni stendur ógn af mikilli útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru, sérstaklega þar sem hún fer inn í náttúruperlur landsins. Hann segir mikilvægt að hefta útbreiðslu hennar, þar sem hún eigi ekki heima. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lúpína hef­ur nýst Land­græðslunni vel sem land­græðslu­jurt á stór­um sandsvæðum. Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri, seg­ir þó að áður hafi þurft að leggja í heil­mik­inn kostnað við að friða svæðin og binda sand­inn.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Sveinn að lúpín­an hafi nú lokið hlut­verki sínu í land­græðslu­starf­inu, eng­in stór sandsvæði séu eft­ir sem henti að nota hana á. Þá sé ógn­væn­legt að sjá út­breiðslu lúpín­unn­ar inn á svæði sem hún átti alls ekki að fara á.

Ákvörðun Land­græðslu rík­is­ins um að hætta að nota Alaskal­úpínu við land­græðslu vek­ur heit­ar til­finn­ing­ar og umræður, eins og ávallt þegar þessa um­deildu plöntu ber á góma. Sveinn Run­ólfs­son sem var land­græðslu­stjóri í 44 ár og ber því sína ábyrgð á notk­un lúpín­unn­ar seg­ist al­ger­lega sam­mála ákvörðun eft­ir­manns síns hjá Land­græðslunni. Ekki sé sama þörf og áður á að græða upp sanda í byggð.

Sveinn rifjar upp í Morg­un­blaðinu að Land­græðslan hafi ein­beitt sér að því að nota lúpínu á stór­um sandsvæðum, aðallega á lág­lendi. Nefn­ir hann nokk­ur dæmi um það, ekki síst Mýr­dalssand og Hólasand.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert