Ný göng yrðu lengri vegna hertra krafna

Ný Hvalfjarðargöng yrðu lengri en núverandi göng.
Ný Hvalfjarðargöng yrðu lengri en núverandi göng. mbl.is/Árni Sæberg

Ganga­leið með tví­stefnu­um­ferð er lang­hag­kvæm­asti kost­ur tvö­föld­un­ar Hval­fjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrr­ar skýrslu sér­fræðinga Vega­gerðar­inn­ar og Mann­vits.

Örygg­is­regl­ur í jarðgöng­um hafa verið hert­ar til muna frá því nú­ver­andi göng voru hönnuð fyr­ir rúm­lega tveim­ur ára­tug­um. Ný göng þurfa að vera lengri og breiðari og með minni veg­halla. Þau yrðu allt að tveim­ur kíló­metr­um lengri en nú­ver­andi göng. Enn­frem­ur þarf að gera ráð fyr­ir flótta­leiðum. Þetta mun auka kostnað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um ný Hval­fjarðargöng í Morg­un­blaðinu í dag.

Nú­ver­andi göng eru 5.770 metr­ar. Ný göng, aust­an við þau gömlu, yrðu að vera um 7.500 metr­ar til að upp­fylla ör­yggis­kröf­ur. Munni sunn­an fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi ganga­endi vísa til aust­urs og munn­inn yrði inn­ar í Hval­f­irði, milli Kúlu­dals­ár og Graf­ar. Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um það hvenær ráðist verður í þessa brýnu fram­kvæmd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka