Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir í svari við fyrirspurn Þorgerðar …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir í svari við fyrirspurn Þorgerðar að hann efist um sjálfbærni hvalveiða við Ísland. mbl.is/Eggert

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, auðlinda- og um­hverf­is­ráðherra, seg­ist ekki sann­færður um að hval­veiðar við Ísland séu sjálf­bær­ar. Þetta kem­ur fram í svari hans við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur þar sem hún spyr m.a. hvort hann telji ástæðu til að end­ur­skoða hval­veiðistefnu Íslend­inga.

„Stefna Íslands í hval­veiðimál­um hef­ur byggst á því að viðhalda rétti til að nýta hvala­stofna við landið með sjálf­bær­um hætti líkt og aðrar lif­andi auðlind­ir hafs­ins. Um­hverf­is- og auðlindaráðherra er ekki sann­færður um að um­rædd­ar veiðar hér við land séu sjálf­bær­ar,“ seg­ir í svar­inu.

Gert að Langreyði í Hvalfirði.
Gert að Langreyði í Hval­f­irði. mbl.is

Nú­gild­andi reglu­gerðar­á­kvæði um leyfi til veiða á stór­hvöl­um renn­ur út í árs­lok 2018. Í svari um­hverf­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu sé ekki farið að huga að frek­ari breyt­ing­um á reglu­gerðinni. 

Þor­gerður spurði jafn­framt hvort ráðherra teldi ástæðu til rann­sókna á hvort meng­un stafi af vinnslu á langreyðum í Hval­stöðinni í Hval­f­irði. 

„Verði áfram­hald á hval­veiðum og þar með þess­ari starf­semi tel­ur ráðherra ástæðu til frek­ari rann­sókna á meng­un í Hval­f­irði sem m.a. kynni að stafa af hvalsk­urði og vinnslu á langreyðum í Hval­stöðinni,“ seg­ir í svari Guðmund­ar en þar seg­ir einnig að hon­um sé ekki kunn­ugt um rann­sókn­ir á meng­un í Hval­f­irði sem tengj­ast beint hvalsk­urði og vinnslu á langreyðum í Hval­f­irði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert