Skipulagsmál í höfn

Virkjanasvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum.
Virkjanasvæði Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Skipu­lags­stofn­un ger­ir aðeins minni­hátt­ar tækni­leg­ar at­huga­semd­ir við drög að deili­skipu­lagi fyr­ir Hvalár­virkj­un á Strönd­um sem Árnes­hrepp­ur ger­ir.

Svar frá Skipu­lags­stofn­un við inn­sendri til­lögu barst fyr­ir nokkr­um dög­um og er þar óskað eft­ir því að skerpt verði á ákveðnum en minni­hátt­ar atriðum í grein­ar­gerð og upp­drátt­um áður en deili­skipu­lagið verður aug­lýst í Stjórn­artíðind­um til gildis­töku.

„Næstu skref eru vænt­an­lega þau að verktak­inn mun sækja um fram­kvæmda­leyfi varðandi þær breyt­ing­ar sem samþykkt­ar voru á aðal­skipu­lag­inu fyrr í sum­ar,“ seg­ir Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka